Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 776 svör fundust

Hvaða tungumál er mest talað í Evrópu?

Spurningunni er ekki auðsvarað. Ef aðeins er litið til þeirra landa sem aðild eiga að Evrópusambandinu tala flestir þýsku. Þýska er að sjálfsögðu opinbert mál í Þýskalandi þar sem rúmlega 82 milljónir manna búa. Þýska er einnig opinbert mál í Austurríki en svæðisbundið eru þar töluð málin króatíska, slóvenska og u...

Nánar

Var einhver munur á stöðu kvenna í Aþenu og Spörtu til forna?

Já, munur var á stöðu kvenna í Aþenu annars vegar og Spörtu hins vegar. Í Aþenu var staða kvenna á klassískum tíma afar bág, þær höfðu ekki borgararéttindi þótt þær væru aþenskir borgarar og þær nutu á engan hátt jafnræðis á við karla. Þær fengu ekki að taka þátt í stjórnmálum, máttu ekki eiga eignir og gátu alla ...

Nánar

Hvaða gjaldmiðill er verðminnstur?

Til eru gjaldmiðlar sem eru einskis virði, til dæmis gjaldmiðlar sem gefnir hafa verið út af ýmsum ríkisstjórnum sem hafa verið hraktar frá völdum með byltingu eða stríði. Einnig eru til gjaldmiðlar sem eru einhvers virði á ákveðnu svæði en ekki er hægt að kaupa aðra gjaldmiðla fyrir þá og því erfitt að segja til ...

Nánar

Eru einhverjir á lífi sem hafa latínu að móðurmáli?

Engin þjóð á latínu að móðurmáli lengur og í þeim skilningi er latínan dautt mál. Aftur á móti eru rómönsku málin, ítalska, franska, spænska, portúgalska og rúmenska, beinir afkomendur latínunnar. Meirihluti orðaforða enskunnar er einnig af latneskum og grískum rótum, enda þótt enskan sé germanskt mál. Latínan á þ...

Nánar

Hvar get ég fengið upplýsingar um gömul dómsmál, og skiptir þá máli hvort höfðað var einkamál eða opinbert mál?

Í lýðræðissamfélagi þykir mikilvægt að almenningur hafi aðgang að dómum sem dómstólar kveða upp. Eru því allir dómar aðgengilegir almenningi. Hægt er að nálgast dóma hæstaréttar, allt frá stofnun hans, í dómasöfnum sem er að finna á helstu bókasöfnum landsins, til dæmis Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni. Á...

Nánar

Hvað er rúpía margar krónur?

Gjaldmiðill Indlands er kallaður á ensku Rupee og það hefur verið þýtt á íslensku rúpía eða rúpíi. Fleiri lönd nota reyndar gjaldmiðla með svipuðum nöfnum, til dæmis Indónesía, en hér verður gert ráð fyrir að átt sé við gjaldmiðil Indlands. Mahatma Gandhi prýðir rúpíuseðlana. Opinbert gengi indversku rúpíunn...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um San Marínó?

San Marínó er ríki í Appennínafjöllunum á norðanverðum Ítalíuskaga, á mörkum héraðanna Emilía-Rómanja og Marke. San Marínó er landlukt sem þýðir að það á hvergi landamæri að sjó og er það umlukið Ítalíu. Landið er með allra minnstu ríkjum heims aðeins 61,2 ferkílómetrar eða örlítið minna en sveitarfélagið Sandger...

Nánar

Hvað eru stjórnmál?

Til eru ýmsar skilgreiningar á stjórnmálum, en samkvæmt flestum þeirra fjalla stjórnmál um ákvarðanatöku. Þó eru ekki allar ákvarðanir stjórnmál. Ákvarðanir einstaklinga sem fyrst og fremst varða þá sjálfa eru til dæmis ekki stjórnmál. Því er iðulega bætt við skilgreininguna að ákvörðunartakan varði tiltekinn hóp,...

Nánar

Hvað eru mörg tungl í sólkerfinu okkar?

Í sólkerfinu okkar ganga að minnsta kosti 129 tungl umhverfis sjö af hinum níu reikistjörnum. Merkúr og Venus hafa engin tungl á meðan jörðin hefur eitt, Mars tvö Júpíter 61, Satúrnus 31, Úranus 22, Neptúnus 11 og Plútó eitt. Það væri óneitanlega stórbrotin sjón að fá að líta upp í himininn á einhverri hinna tungl...

Nánar

Hvaða tungumál er talað í Úganda?

Úganda er í Austur-Afríku, og á landamæri að Súdan, Kongó, Kenía, Tansaníu og Rúanda. Enska er opinbert mál Uganda en meira en 30 tungumál og mállýskur eru talaðar í landinu. Enska er þó útbreiddasta tungumálið í landinu heldur eru luganda sem tilheyrir níger-kongó málum og Swahili þau algengustu. Meðal annarra t...

Nánar

Hver er munurinn á Rússlandi og Hvíta-Rússlandi?

Rússland er langstærsta land heims, um 17.098.000 km2 eða nær tvöfalt stærra en Kanada sem kemur þar á eftir. Landið er þó aðeins í áttunda sæti yfir fjölmennustu ríki heims með rúmlega 143 milljónir íbúa. Stærsti hluti Rússlands tilheyrir Norður-Asíu en svæðið vestan Úralfjalla tilheyrir Evrópu eins og lesa má um...

Nánar

Hver eru fimm útbreiddustu tungumálin?

Samkvæmt upplýsingum frá Worldatlas.com eru tíu útbreiddustu tungumálin þessi, sé miðað við fjölda þeirra sem eiga þau að móðurmáli:Mandarínska (kínverska) 874 milljónirHindí 366 milljónirEnska 341 milljónSpænska 323 milljónirBengalí 207 milljónirPortúgalska 176 milljónirRússneska 167 milljónirJapanska 125 milljón...

Nánar

Hvað stóð rómverska skammstöfunin S.P.Q.R fyrir?

Skammstöfunin S.P.Q.R. stendur fyrir Senatus populusque Romanus og þýðir Öldungaráðið og Rómarlýður. Í skammstöfuninni stendur stafurinn Q fyrir samtenginguna –que sem er skeytt aftan við síðara orð af tveimur sem tengja á saman. Orðin populus Romanus – Rómarlýður – vísuðu upphaflega til rómverskra borgara, þ...

Nánar

Mega Megas og Britney Spears 'stíga á stokk' og halda tónleika?

Spurningin í heild sinni hljóðaði nokkurn veginn svona:Við erum að velta ýmsu fyrir okkur sem er í fjölmiðlum þessa dagana. En nú má sjá að margir tónlistarmenn eru að farnir að stíga á stokk. Er þetta málvilla eða geta Megas og Britney Spears stigið á stokk og haldið tónleika?Við sjáum ekki í fljótu bragði að það...

Nánar

Fleiri niðurstöður